Námsefnisgerð í HTML | Um | SOS | Nemendur | Hól | Tilvísanir | Skipanir | Lexíur |
...
/ Nóvember 2000 / útgáfa 4.5.2 / útgáfusaga á ensku /

Um þetta námskeið

Við bjuggum þetta námskeið til árið 1994 þegar vefurinn var enn ungur.

 

NÁMSEFNISGERÐ Í HTML VAR BÚIÐ TIL til að gefa kennurum handhægt tæki til að læra að gera kennsluefni sem sækja gögn á Internetið. Á námskeiðinu skrifar þú kennsluvef sem kallast Eldfjallavefurinn. Annars má hver sem er nota þetta námskeið til að búa til vefsíður. Þú getur skoðað afrakstur þessa námskeiðs með því að líta á síður nokkurra virtra nemenda og hól, eða það sem fólk segir um þetta námskeið.

Þegar þú ert búinn með námskeiðið getur þú gert röð samtengdra vefsíða um hvaða efni sem er og sett það upp með forsniðnum texta, myndum, og vefstiklum (e. Hyperlink) í aðrar síður á Internetinu. Ef þú ferð í lexíurnar í byrjendahluta námskeiðsins (lexíur 1-14) þá gerir þú síðu um eldfjöll og ef þú tekur framhaldshlutann (lexíur 15-29), þá býrð þú til viðamikinn eldfjallavef.

Hægt er að vinna námskeiðið hraðar með því að sækja af netinu safn allra þeirra síðna sem notaðar eru. Flestar æfingarnar má gera án tengingar við Internetið. Ef þú ert í einhverjum vandræðum með að sækja skrár héðan, þá skaltu prófa prufuþjónana Jade eða Zircon en farðu varlega með þessar maskínur; þær eru að vinna fyrir okkur.

Hvers vegna gera vefsíður?

Þú hlýtur að hafa svar fyrst þú ert kominn þetta langt.

VEFURINN ER ORÐINN ÓRJÚFANLEGUR HLUTI vinnu- (og leikja-) umhverfis okkar. Það er ekki hægt að spíta í dag án þess að hitta á URL (ef þú veist ekki hvað URL er þá kemstu að því hér). Á örstuttum tíma hefur vefurinn umbylt aðferðum okkar við að nálgast upplýsingar, menntun, viðskipti og skemmtun. Hann hefur búið til iðnað sem var ekki til áður.

Hæfileikinn að koma upplýsingum á vefinn gæti verið starfshæfi, menntunarkrafa, viðskiptaleg nauðsyn eða persónuleft áhugamál. Ólíkt öðrum miðlum, þá gefur kunnátta í að „skrifa“ HTML okkur möguleika á að ná sambandi við milljónir annarra manna, sem okkar eigin útgefendur.

Markmið

Þetta námskeið inniheldur þau skref sem þarf til að búa til HTML skjöl og sýnir dæmi um hvernig búa má til vefsíður.

Í ÞESSUM LEXÍUM

  • lærir þú á og notar ýmsar sniðaðferðir í HTML.
  • býrð til og lagar HTML skjöl með einföldum textaritli.
  • skrifar röð síðna sem gefa upplýsingar, sýna myndir og gefa tengla í önnur skjöl á Internetinu.

Og kannski skemmtir þú þér á meðan!

Hvað
er
HTML?

HyperText Markup Language

Á EINFÖLDUSTU MÁLI ÞÁ ER HTML skjalform sem segir tölvu hvernig hún á að sýna vefsíðu. Skjölin sjálf eru á einföldu textaformi (ASCII) með sérstökum skipunum (e. tags) eða kóðum sem vefskoðari skilur og kann að sýna á skjánum þínum.

Þetta námskeið kennir þér að búa til vefsíður á gamla mátann -- í höndum. Það eru til mörg forrit og „tæki“ sem gera þér kleyft að spinna vefsíður án þess að snerta HTML. En ef þú hefur áhuga á að gera meira en eina eða tvær síður, þá teljum við að góð undirstaða í grunninum flýti fyrir því.

Allt sem þú gerir á þessu námskeiði er hannað til að geta runnið villulaust á venjulegri borðtölvu; þú þarft ekki að hafa aðgang að vefþjóni eða sérstökum forritum.

Viðbúinn, tilbúinn

Við gerum ráð fyrir að þú kunnir á vefskoðarann þinn, hnappana, valmyndir og stiklutexta.

ÞÚ ÞARFT LÍKA AÐ NOTA TEXTARITIL sem getur búið til venjulegar textaskrár, s.s. SimpleText fyrir Macintosh eða NotePad fyrir Windows. Við mælum eindregið með því að nota einfaldan textaritil á meðan þú ert að læra að skrifa HTML og síðan skoða seinna alla þá HTML „forritunarpakka“ sem til eru. Ef þú notar ritvinnsluforrit þá verður þú að vista öll skjöl sem textaskjöl á ASCII formi. Þú verður líka að kunna að hoppa á milli forrita og nota músina til að afrita og líma textahluta.

Ef þú sækir skjölin í námskeiðinu, þá getur þú farið í gegnum það næstum allt án þess að vera með opna Internet tengingu (nema hvað það er á ensku).

Við mælum með því að þú farir í gegnum lexíurnar í réttri röð, en þú getur hoppað í efnisyfirlitið hvenær sem er og farið í aðrar lexíur. Í hverri lexíu getur þú borið þína vinnu saman við eintak af því sem verið er að sýna. Hver lexíusíða er með stiklu í skýringar á skipununum og tengla í aðrar síður með tilvísunum í ítarefni.

Sú venja verður viðhöfð að öll valmyndanöfn og -atriði verða prentuð með feitletruðum texta. Allur texti sem þú þarft að rita inn verður sýndur með ritvélaletri.

Hafðu í huga

Nokkrar ráleggingar, þar sem við munum aldrei viðukenna að við vitum allt.
  1. Notaðu Favorites eða Bookmark valmyndina á vefskoðaranum þínum til að merkja efnisyfirlitið að lexíunum svo þú getir auðveldlega hoppað í aðrar lexíur.
  2. Við höfum reynt að gera leiðbeingarnar þannig úr garði að þær eigi við (næstum því) hvaða vefskoðara sem er; stundum eru þó valmyndanöfn og aðgerðir á annan hátt á þínum vefskoðara.
  3. Á þessu námskeiði sýnum við þér hvernig þú gerir vefsíður sem þú getur boðið öllum heiminum að skoða. En við sýnum ekki hvernig þú getur látið heiminn sjá þær; til að gera það verður þú að hafa upp á vefþjónustu sem leyfir þér að geyma þær. Svo er auðvitað ókeypis vefþjónusta á Freewebspace.net eða þú getur skipað þér á bekk með öðrum notendum HomePages.com.
  4. Það er eitt að búa til síður og annað að hanna heila vefi. Við mælum eindregið með Yale C/AIM WWW Style Manual. Guide to Web Style hjá Sun Microsystem og Sevloid Guide to Web Design eru einnig ómaksins virði.
  5. Þegar þú ert tilbúinn að sækja á dýpri mið þá eru Casbah og High Five vefirnir hans Dave Siegel góðir. Röltu yfir á Web Wonk vefinn hans til að sjá hvað er hvað. Þú verður hissa.
  6. Hoppaðu yfir í HTML skipanasafnið til að fá upplýsingar. Þú kemst þangað líka með því að nota tengilinn sem er efst í hverri lexíu.
  7. Ef þú ert í vandræðum þá getur þú skoðað fyrirspurnasíðuna okkar, eða SOS (Spurningar og svör - FAQ) áður en þú skrifar okkur til að fá hjálp. Við fáum fjöldan allan af bréfum í rafpósti. Of mörg.

Hver gerði þetta?

Persónur og leikendur ...

ÞETTA ER VERKEFNI hjá Maricopa Center for Learning and Instruction (MCLI). Námsefnisgerð í HTML var hannað af Alan Levine, kennslutækni hjá Maricopa Community Colleges. Tom Super, fyrrverandi aðstoðarkennari gaf ómetanleg ráð og leiðbeiningar. Margir aðrir hafa komið með hjálplegar athugasemdir, leiðrétt ritvillur og fært okkur þakklæti. Guðjón Ólafsson, framhaldsskólakennari gerði íslenska þýðingu, sem Gunnvör Karlsdóttir, íslenskukennari prófarkalas.

Þegar vefsíður sem þú hefur gert eru komnar á vefinn biðjum við þig að skrá þær hjá okkur á Nemendur í Námsefnisgerð í HTML síðunni okkar. Notaðu skráningarformið okkar.

Námsefnisgerð í HTML er líka til á öðrum tungumálum:

Svo geturðu reynt að nota vefþýðingu hjá:

Þýða þessa síðu á  
Gert af  SYSTRAN Translation Software

 

Og svo af stað!

EF ÞÚ ERT TILBÚINN, farðu þá í efnisyfirlitið eða beint í fyrstu lexíuna.

g l e ð i l e g a
v e f s í ð u g e r ð

Og skemmtu þér.


Námsefnisgerð í HTML
©1994 - 2000 Maricopa Center for Learning and Instruction (MCLI)
Maricopa Community Colleges

Tengiliður MCLI er Alan Levine
Sendu athugasemdir til alan.levine@domail.maricopa.edu
eða gaui@mmedia.is

URL: http://www.vma.is/tut/index.html

Þýtt með leyfi höfundar